Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.02.2013 21:03

Jón Ingi Sigurmundsson sýnir í Café Mika í Reykholti, Biskupstungum

Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir, flestar málaðar á Suðurlandi.

Sýningin er opin á opnunartíma Café Mika virka daga kl. 12.00 - 18.00,
en um helgar kl. 12.00 - 21.00
 
 
Jón Ingi Sigurmundsson er fæddur 8. maí 1934 á Eyrarbakka og er uppalinn þar. 

Hann lauk kennaraprófi og tónmenntakennaraprófi 1954 og hefur verið búsettur á Selfossi frá því að hann hóf kennslustörf þar 1954. Fyrstu árin sem kennari við Barna- og Miðskólann á Selfossi ásamt kennslu í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Árnessýslu, síðar sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Gagnfræðaskólann – Sólvallaskóla. 

Jón Ingi var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu 1968-1971 og hefur starfað ásamt almennri kennslu, nær óslitið við tónlistarkennslu, m.a. verið stjórnandi Stúlknakórs Gagnfræðaskólans á Selfossi og Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands. 

Jón Ingi stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1958-59 og 1971-72. 

Fyrsti kennari hans í myndlist var Jóhann Briem. Jón Ingi er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur sótt mörg námskeið í myndlist m.a. hjá Ólafi Th. Ólafssyni, Elísabet Harðardóttur, Svövu Sigríði Gestsdóttur, Hildi Hákonardóttur, Guðrúnu Svövu Sigurðardóttur og Katrínu Briem. Jón Ingi hefur einnig stundað myndlistarnám hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og hjá Ron Ranson í Englandi. 

Jón Ingi hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið 22 einkasýningar m.a. á Selfossi, Eyrarbakka, í Eden Hveragerði, Gömlu-Borg, Þrastarlundi, Akureyri og í Horsens í Danmörku. 
Jón Ingi hefur aðallega unnið með olíu, pastel og vatnsliti. 

Fjöldi mynda Jóns Inga er í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. Listasafns Árnessýslu og Landsbanka Íslands
 
 
Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.
 
 
 

 

F.v.: Jón Ingi Sigurmundsson og Björn Ingi Bjarnason á sýningunni í gær.

 

 

 

F.v.: Júlía Björnsdóttir og Jón Ingi Sigurmundsson á sýningunni gær.

 

Skráð af: Menningar-Staður.