Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.03.2013 20:39

Veitingahúsið Rauða-húsið á Eyrarbakka

Sögulegur staður


Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu og oft nefnt Gunnarshús í daglegu tali og er handan götunnar við Félagsheimilið Stað. Þann 14. maí 2005 flutti veitingastaðurinn yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður.

Elsti hluti þess, þar sem veitingasalur Rauða hússins er, var reistur 1919 af Guðmundu Nielsen fyrir verslun hennar, Guðmundubúð. Guðmunda var bæði fjölhæf og framtakssöm athafnakona. Hún hafði lært verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína, sem þótti ein sú glæsilegasta austan fjalls á sinni tíð.

1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og einöngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin.

Húsið hafði lengi staðið án viðhalds og í hálfgerðri niðurníðslu þegar Búðarstígur 4 ehf. eignaðist það 1. janúar 2005. Félagið var stofnað með það fyrir augum að endurreisa Miklagarð, en þá hafði húsið verið metið ónýtt og til stóð að jafna það við jörðu. Fjöldi sjálfboðaliða, áhugamanna og iðnaðarmanna lagði nótt við dag frá áramótum 2005 og fram til 14. maí það ár, þegar veitingastaðurinn Rauða húsið opnaði í glæsilegum og endurreistum Miklagarði.

 

Menningar-Staður var til staðar á árinu 2006 þegar Mikligarður fór úr hvitu yfir í rautt:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður