Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.03.2013 21:13

Efnilegir júdókappar frá Eyrarbakka og Stokkseyri á leið til Bandaríkjanna

Tveir ungir Árborgarbúar, þeir Úlfur Þór Böðvarsson frá Stokkseyri og Grímur Ívarsson frá Eyrarbakka, eru að hefja fjáröflun fyrir júdóferð lífs síns en þeir félagar stefna á ævintýralega æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna í sumar,  ásamt hópi ungra júdókappa frá Reykjavík.

Júdódeild Ungmennafélags Selfoss hefur stöðugt veriðað sækja í sig veðrið á undanförnum árum og þeir félagar hafa lagt lóð sín á vogarskálar við að auka hróður félagsins. Samanlagt státa þeir af á fimmta tug verðlaunapeninga.

Ferðin til Bandaríkjanna er skipulögð af nokkrum vinum þeirra félaga úr Júdófélagi Reykjavíkur. „Við fljúgum til Washington og svo ferðumst við um allt og þræðum mót og æfingabúðir.  Þetta verður pottþétt rosalega gaman en líka rosalega erfitt", sagði Grímur, sem er nýorðinn fimmtán ára og því nýkominn upp í eldri flokk og um leið hefur hann hækkað í þyngdarflokki. . „Við erum búnir að vera að sækja æfingar til Reykjavíkur reglulega, samhliða æfingunum hérna heima á Selfossi.

Í haust skráðum við okkur líka í MMA, sem var rosalega skemmtilegt,“ útskýrir Úlfur, sem gerði sér lítið fyrir og fékk gull á Íslandsmótinu í brasilísku jiu-jitzu‘i í haust. Það má fylgjast með og styðja við fjáröflun þeirra félaga á facebook, á síðunni Úlfur og Grímur til USA.

 

 

F.v.: Úlfur Þór Böðvarsson á Stokkseyri og Grímur Ívarsson á Eyarrbakka. Ljósm.: Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir.

 

Skráð af: menningar-Staður