Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.07.2013 05:46

Færeysk stórhátíð á Stokkseyri um helgina

Stokkseyri. Ljósm.: Mats Wibe Lund

 

Færeysk stórhátíð á Stokkseyri um helgina

 

Á morgun hefjast Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri og standa þeir til 5. ágúst. Þar verður boðið upp á skemmtun að færeyskum sið; færeyskir tónlistarmenn koma fram, sagðar verða bæði nýjar og gamlar sögur frá Færeyjum og boðið verður upp á skerpikjöt.

Alla helgina verður hægt að fara á kajak á vatnasvæðinu í grennd við Stokkseyri og einnig verður boðið upp á að veiða í Hraunsá og á bryggjunni.

Þuríðarbúð verður opin og það sama gildir um söfn á svæðinu, en boðið er upp á tilboð séu fleiri söfn en eitt heimsótt. Þá verður rjómabúið við Stokkseyri opið, auk vinnustofa fjölmargra listamanna sem kynna störf sín og verk og dansleikir verða á Draugabarnum föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 31. júlí 2013

 

Skráð af Menningar-Staður