Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.08.2013 07:13

Gorbachev í Aldamótagöngunni á Eyrarbakka

Það voru Ólöf Helga Haraldsdóttir og Erna Gísladóttir sem voru fylgdarkonur Gorba í aldamótagöngunni í gær.   

 

Gorbachev í Aldamótagöngunni á Eyrarbakka

 

Meðal þátttakenda í göngunni við upphaf Aldamótahátíðarinnar á Eyrarbakka í gær var Hrúturinn Gorbachev frá Brúnastöðum.

Hann var í æsku  lamb á Brúnastöðum  og þá í eigu Guðna Ágústssonar, heiðursforseta Hrútavinafélagsins og f.v. landbúnaðarráðherra til nær áratugs. Síðan varð Gorbi forystuhrútur af bestu gerð.

 

Bróðir Gorba á Brúnastöðum var Jeltsin. Báðir voru þér stoppaðir upp við starfs- og ævilok.

 

Jeltsin fór í Eden í Hveragerði og brann þar inni. Gorbi varð eign Kaupfélags Árnesinga og sat þar tignarlega á skrifstofunni á Selfossi. Við lok KÁ gaf stjórn félagsins síðan Hrútavinafélaginu Örvari Gorba og hefur hann þar mikilvægum hlutverkum að gegna eins og myndin að ofan sýnir glögglega.

 

Gorbi hefur fasta viðveru í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menninga-Stað,  í upplýsingamiðstöðinni hjá Siggeiri Ingólfssyni. Það var einmitt Siggeir sem smíðaði vagninn sem Gorbi ferðast nú um á eins og sjálfur páfinn í Róm á ferðalögum.

 

Það voru Ólöf Helga Haraldsdóttir og Erna Gísladóttir sem voru fylgdarkonur Gorba í aldamótagöngunni í gær.   

 

Skráð af Menningar-Staður