Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.08.2013 20:42

Ingólfur og skriðdreki á Eyrarbakka

Húsið Ingólfur á Selfossi sem verður flutt til Eyrarbakka.

 

Ingólfur og skriðdreki á Eyrarbakka

 

Húsið Ingólfur á Selfossi, eitt allra merkilegasta hús bæjarins verður á næstunni flutti á Eyrarbakka tímabundið þar sem það verður notað við tökur á nýrri kvikmynd, sem tekin verður upp í þorpinu í september. 

Nokkur önnur hús í líkingu við Ingólf verða notaðar við tökurnar, auk skriðdreka.  

Saga Film er með verkefnið á sinni könnu. Þegar leitað var þangað til að fá upplýsingar um kvikmyndina fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að tjá sig um verkefnið að svo stöddu.  Við verðum því að bíða og sjá til hvað gerist spennandi á Eyrarbakka í september.

 

Af: www.dfs.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður