Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.08.2013 19:53

Guðrún Alda Helgadóttir - Fædd 22. ágúst 1930 - Dáin 19. ágúst 2013 - Minning

Guðrún Alda Helgadóttir.

 

Guðrún Alda Helgadóttir - Fædd 22. ágúst 1930 - Dáin 19. ágúst 2013 - Minning

 

Guðrún Alda Helgadóttir fæddist í Borgarholti Stokkseyrarhreppi 22. ágúst 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. ágúst 2013.

Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson, f. 13. september 1902, d. 25. september 1932, og Steinvör Jónsdóttir, f. 18. janúar 1903, d. 27. apríl 1991. Systkini hennar voru: 1) Sigurjón, f. 1925, d. 1993. 2) Bjarni, f. 1926, d. 2007. 3) Gunnar, f. 1927. 4) Áslaug, f. 1929, d. 2010. 5) Helga, f. 1931, d. 1987.

Alda eignaðist einn son, Helga Ingvason, með Ingva Georgssyni, f. 1929, d. 1996. Eiginkona Helga var Ragnheiður Markúsdóttir, f. 1954, d. 2001. Börn þeirra eru: 1) Kjartan Þór, f. 1971. 2) Gunnar Örn, f. 1972. 3) Ómar Vignir, f. 1980, í sambúð með Eddu Linn Rise, þau eiga þrjú börn. 4) Guðrún Alda, f. 1984, í sambúð með Lúðvík Kjartani Kristjánssyni, þau eiga eitt barn. Unnusta Helga er Ingibjörg H.W. Guðmundsdóttir.

Útför Öldu fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, föstudaginn 30. ágúst 2013

 

Morgunblaðið föstudagurinn 30. ágúst 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður