Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.08.2013 16:53

Hrútavinir litu á Vædderen í Reykjavíkurhöfn

Hrúturinn á Vædderen.

 

Hrútavinir litu á Vædderen í Reykjavíkurhöfn

 

Nokkrir Hrútavinar af Suðurlandi litu við á Reykjvíkurhöfn í dag þar sem danska eftirlitsskipið Vædderen  (Hrúturinn)  lá við bryggju.

Núverandi Vædderen ber sama nafn og eldra skip sem hefur verið lagt og var Íslendingum vel þekkt eftir að það kom með handritin á áttunda áratugnum.

 

Vedderen er af "Thetis" gerð  og smíðað hjá Svendborg í Danmörku og skipið tilheyrir 1. flotadeild danska sjóhersins.

Höfuðverkefni þessara skipa eru ýmiss konar eftirlitsstörf og björgunarstörf, ekki ólík þeim störfum sem skip íslensku Landhelgisgæslunnar sinna. Þau voru hönnuð sérstaklega til notkunar við fiskveiðieftirlit, landhelgisgæslu, verndun fullveldis, sjó- og flugbjörgun, umhverfisvernd, ískönnun og til að aðstoða yfirvöld og íbúa hinna ýmsu byggðalaga.

 

"Thetis" skipin eru sérstaklega hönnuð til notkunar á norðlægum úthöfum og hafa reynst í alla staði vel. Þau eru um 3.500 tonn að stærð, 120 metrar á lengd og 16 metra breið, og geta siglt 8.300 sjómílur án viðkomu. Um borð er 60 manna áhöfn og pláss fyrir 11 farþega.

 

Að öllu jöfnu eru skipin úbúin með vistir til 4 mánaða úthalds. Þau eru búin kafbátarleitartækjum og geta sinnt olíuleitarverkefnum einnig. Vopnabúnaður er ein stór fallbyssa sem getur skotið 120 skotum á mínútu og djúpsprengjur. Um borð er ein þyrla af Lynx-gerð. Hámarkshraði skipanna er 20 hnútar. Þau eru sérstaklega útbúin til siglingar í ís og geta haldið allt að 12 hnúta hraða í ís sem er allt að 60-80 sentimetra þykkur.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður