Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.09.2013 19:58

Geiri á Bakkanum tilnefndur til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar 2013

Í morgun á útsýnispallinum glæsilega við Félagsheimilið Stað. F.v.: Siggeir Ingólfsson -Geiri á Bakkanum- Jóhann Jóhannsson og Elías Ívarsson.

 

Siggeir Ingólfsson, -Geiri á Bakkanum- tilnefndur til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar 2013

 

150. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn í morgun fimmtudaginn 5. september 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

 

Meðal mála á fundinum var:

 

Tilnefning til frumkvöðlaviðurkenningar

Bæjarráð tilnefnir eftirtalda aðila til frumkvöðlaviðurkenningar 2013:

 

Fichersetrið

Fjallkonuna – Sælkerahús

Selfossbíó

Siggeir Ingólfsson og starfsemina á Stað, Eyrarbakka

Tryggvaskála – Restaurant

 

Bæjarfulltrúar munu kjósa úr tilnefningum. Niðurstöður munu liggja fyrir á bæjarstjórnarfundi 18. september nk.

 

Unnið upp af www.arborg.is

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Elías Ívarsson og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka.

 

Útsýnispallurinn og skábrautin við Félagsheimilið Stað. Verkinu er nánast lokið. 

F.v.: Elías Ívarsson, Siggeir Ingólfsson og Jóhann Jóhannsson.

 

 

Skábrautin og útsýnispallurinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað.

 

 

Skráð af Menningar-Staður