Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.09.2013 21:48

Dagsferð til Dala laugardaginn 7. sept. 2013

 

Sigurður Sigurðarson í pontu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Stað,  þann 6. júlí 2013.

 

Dagsferð til Dala laugardaginn 7. sept.  2013

 

Góðir Félagar í Árgala,

 

Kvæðamannafélagið Iðunn efnir í dagsferð til Dala laugardag 7. sept. 2013

Þetta er söguferð. - Heimsóttir verða sögustaðir og fræðst um Dali í fortíð og nútíð. Dalasýsla er sögufræg.

Sögustaðirnir fjölmargir. 

Nokkrir  þeirra verða sóttir heim.Laxdæla er góður grunnur fyrir slíka för en ekki nauðsynleg.

 

Það eru nokkur laus sæti í rútunni okkar.

Velkomnir séu þeir, sem fýsir að fara með. Fargj verður 5000kr  á mann og þar í er innifalið skoðunargjald á viðkomustöðum. Ódýrt.

 

Brottför frá Umferðamiðstöð (BSÍ) kl 1/9 eða 8:30 á laugardagsmorgni Rúta frá Jónatan Þórissyni Mosfellsbæ verður úti fyrir (líkl. hvít TREX)

 

VIÐKOMUSTAÐIR:

-Borgarnes aftöppun og átöppun

-Eiríksstaðir í Haukadal, fæð.st. Leifs heppna. Leiðsögn Sig.Jök Vatni -Hjarðarholt kirkjustaður, bær Ólafs Pá. Leiðs. sr.Anna Eiríks -Búðardalur. Svo til Sælingsdals og um Fellsströnd -Laugar, bær Guðrúnar Ósvífursdóttur, Tungustapi skammt undan -Krosshólaborg, bænastaður Auðar Djúpúðgu -Hvammur, Bær Auðar, Hvamm-Sturlu og fæð st Snorra Sturlusonar(1179) -Sumarhöll Ragnars Inga Aðalsteinssonar formanns Iðunnar -Vogur  Kjötsúpa og heimabakað brauð  kr. 2000.- -Svo um Klofning og Skarðsströnd Himsótt Ólöf ríka. gengið í kirkju -Um Nípurhlíð og Tjaldaness að Staðarhóli og hugsað til  skáldanna 3ja: Sturlu Þórðar, Stefáns í Hvítadal og Steins St.

-Ólafsdalur, búnaðarskóli Torfa Ólafssonar og Guðlaugar Zakarías -Um Saurbæ, Svínadal, Búðardal, Skógaströnd, Heydal til Borgar -Heilsað upp á Kjartan Ólafsson frá Hjarðarholti. jarðaður 1002.

-Til Rvk líkl kl 8:00

 

....... Menn þurfa ekki að kveða og ekki að yrkja en munu samt

       njóta ferðarinnar er mín trú. Panta má hjá mér eða Þorvaldi

       Þorvaldssyni: vivaldi@simnet.is, s. 895 9564

 

  Bestu kveðjur,

  Sigurður Sigurðarson

  sigsig@hi.is s. 892 1644

 

 

Frá 100 ára afmælisfagnaði Björns Inga Bjarnasonar og Hrútavina í Félagsheimilinu Stað þann 6. júlí 2013.

F.v.: Hrúturinn Gorbasjev, Sigurður Sigurðarson flytur kvæði og Ólafur Bragason.

 

Skráð af Menningar-Staður.