Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.09.2013 20:53

Dagur kartöflunnar á Eyrarbakka 14. september 2013

 

Húsið á Eyrarbakka.

 

Dagur kartöflunnar á Eyrarbakka 14. september 2013

 

Erfðanefnd landbúnaðarins og Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka munu þann 14. sept. nk. halda málþing um kartöfluna.

Dagur kartöflunnar er haldin til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun hennar og eins til að sýna þann breytileika sem finnst í kartöfluyrkjum hér á landi.

Flutt verða fróðleg erindi um norrænt samstarf og varðveislu erfðaauðlinda, áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi og nýtingu kartöflunnar. Tekið verður upp úr kartöflugarði byggðasafnsins og gestum gefst kostur á að sjá mismunandi kartöfluyrki. Auk þess verður kartöflurétta keppni og dómnefnd velur besta kartöfluréttinn, vegleg verðlaun í boði.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis.

 

Af: www.dfs.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður