Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.09.2013 20:35

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. september 2013

Frá 80 ára afmæli Bókasafns Ungmennafélags Eyrarbakka 23. apríl 2007.

 

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. september 2013

 

Að þessu sinni er dagurinn tengdur degi læsis sem er haldinn 8. september ár hvert. Yfirskrift dagsins er ,,Lestur er bestur – spjaldanna á milli“.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.

Yfir 100 bókasöfn munu taka á móti gestum sínum eins og vanalega þennan dag. Bókasöfnin eru mjög ólík – almenningsbókasöfn, hljóðbókasafn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og ýmis sérsöfn sem eru til á stofnunum svo sem spítölum, Alþingi, söfnum eins og Þjóðminjasafni og víðar. Mörg þeirra verða með dagskrá eða tilbreytingu í starfsemi sinni eins og sjá má á eftirfarandi dæmum:

  • Í tilefni dagsins mun menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, opna síðuna www.bokasafn.is með upplýsingum um bókasöfnin í landinu.
  • Kynntur verður listi yfir bestu handbækurnar að mati þeirra sem starfa á bókasöfnunum.

Hvert og eitt bókasafn skipuleggur eigin dagskrá í tilefni dagsins.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður