Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.09.2013 08:11

Dagur kartöflunnar í dag í Húsinu á Eyrarbakka

Frá heyönnum við Húsið á Eyrarbakka.

 

Dagur kartöflunnar í dag, 14. september 2013,  í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Í dag, laugardaginn 14. september 2013,  kl. 14-16 standa Erfðanefnd landbúnaðarins og Byggðasafn Árnesinga fyrir málþingi um kartöfluna í Húsinu á Eyrarbakka

 

Dagur kartöflunnar er haldinn til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun hennar og eins til að sýna þann breytileika sem finnst í kartöfluyrkjum hér á landi. Flutt verða fróðleg erindi um norrænt samstarf og varðveislu erfðaauðlinda, áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi og nýtingu kartöflunnar.

Tekið verður upp úr kartöflugarði byggðasafnsins og gestum gefst kostur á að sjá mismunandi kartöfluyrki. 

Þá verður samkeppni um besta kartöfluréttinn. Allir geta tekið þátt og komið með sýnishorn af kartöflurétti. Dómnefnd velur besta réttinn og veitt verða vegleg verðlaun.

 

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis.

 

Dagskrá:

14:00-14:15      Áslaug Helgadóttir - Norrænt samstarf

14:20-14:40      Hildur Hákonardóttir - Áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi

14:45-15:05      Brynhildur Bergþórsdóttir - Nýting kartöflunnar

15:15-16:00      Tekið upp úr kartöflugarðinum og úrslit í kartöfluréttarkeppni kynnt

 

Heyannir við Húsið á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður