Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.09.2013 06:04

Úthlutun úr Myndlistarsjóði 16. september 2013

Hannes Lárusson, myndlistarmaður.

 

Úthlutun úr Myndlistarsjóði 16. september 2013

 

Þann 16. september 2013 var úthlutað í fyrsta sinn úr nýstofnuðum myndlistarsjóði. 
Úthlutað var 20 milljónum til myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar. 


Alls bárust sjóðnum 83 umsóknir sem skiptust þannig að 66 sóttu um 
verkefnastyrki og 17 undirbúningsstyrki. Heildarupphæð umsókna hljóðaði upp 
á 121 milljón króna. Úthlutað var 2.500.000 króna í undirbúningsstyrki til 8 
verkefna og hins vegar 17.500.000 króna í verkefnastyrki sem fara til 20 
verkefna.


Mikill fjöldi umsókna sýnir þá grósku sem einkennir íslenskt myndlistarlíf og 
endurspeglar mikilvægt framlag þess til samfélags um leið og mikilvægi 
myndlistarsjóðs er undirstrikað. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska myndlist 
með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, 
kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir 
undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem 
menntamálaráðherra setur.

Að jafnaði verður veitt úr sjóðnum tvisvar á ári og 
verður næst auglýst eftir umsóknum um miðjan október.


Eftirfarandi verkefni hlutu undirbúningsstyrki :
Bryndís Björnsdóttir 500.000 kr. v. Occupational Hazard 
Hulda Rós Guðnadóttir 200.000 kr. v. Keep Frozen – útgáfa um rannsókn í 
myndlist

Kristinn E. Hrafnsson 200.000 kr. v. Bogasalurinn 
Nýlistasafnið 400.000 kr. v. Arkíf um listamannarekin rými –handbók 
Ólafur Sveinn Gíslason 250.000 kr. v. Fangaverðir 
Sequences myndlistahátíð 450.000 kr. v. Sequences 2015
Þóra Sigurðardóttir 300.000 kr. v. Dalir og hólar 2014 
Þórdís Jóhannesdóttir 200.000 kr. v. Árátta 


Eftirfarandi verkefni hlutu verkefnastyrki:
Áhugamannafélagið Fríðfríð 1.000.000 kr. v. Lusus Naturae 
Birna Bjarnadóttir 500.000 kr. v. Könnunarleiðangur á Töfrafjallið 
Crymogea 500.000 kr. v. Hrafnkell Sigurðsson – Ljósmyndaverk 
Einar Garibaldi 500.000 kr. v. Chercer un forme 
Elín Hansdóttir 1.500.000 kr. v. ONE ROOM ONE YEAR 
Ferskir vindar 1.000.000 kr. v. Ferskir vindar í Garði – Alþjóðleg  listahátíð 
Finnur Arnar Arnarsson 500.000 kr. v. Menningarhúsið Skúrinn 
Gjörningaklúbburinn 1.000.000 kr. v. Hugsa minn – Skynja meira 
Hannes Lárusson 1.300.000 kr. v. Íslenski bærinn/Turf House 
Íslenski skálinn KÍM 2.500.000 kr. v. Íslenski skálinn á Feneyjatvíæring 
Jón Proppe 1.000.000 kr. v. Íslensk samtímalistfræði 
Katrín Elvarsdóttir 500.000 kr. v. Dimmumót 
Kristín Gunnlaugsdóttir 500.000 kr. v. “Sköpunarverk” 
Kristinn E. Hrafnsson 500.000 kr. v. Hverfisgallerí 
Listasafn Reykajvíkur 2.000.000 kr. v. Grunnur 
Menningarfélagið Endemi 500.000 kr. Endemi – aukið samtal, sameiginlegur vettvangur myndlistar- og fræðimanna 
Pétur Thomsen 700.000 kr. v. Imported Landscape/Aðflutt landslag – útgáfa 
Steinunn Gunnlaugsdóttir  Snorri Páll 500.000 kr. v. SLEGIÐ-SLEIKT-BEYGT 
Vasulka 500.000 kr. v Vasulka stofa 
Æsa Sigurjónsdóttir 500.000 kr. v. En Thule froiduleuse. Aspects de la 
scene artistique islandaise contemporaine

 

Skráð af Menningar-Staður