Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.09.2013 06:03

Uppvakningar á ferðinni

Frá tökum á Eyrarbakka. Ljósm.: Sigmundur Sigurgeirsson.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

 

Uppvakningar á ferðinni

 

 

Eyrarbakki  hefur verið undir lagður kvikmyndagerðarfólki undanfarið þar sem farið hafa fram upptökur á atriðum í norsku kvik myndinni  Død Snø 2.   Í fyrri myndinni fengu sjö norskir stúdentar sem fóru í páskafrí í afskekktan fjallakofa illilega að kenna á uppvakningunum úr SS-liðssveitum nasista sem höfðu frosið í hel undir lok seinni heimsstyrjaldar.

 

Tökum á að ljúka í dag en í gær var þar á ferð forláta skriðdreki í grennd við þekkt bæjareinkinni eins og Húsið og kirkjuna.

Vel á annað hundrað manns hafa verið við tökurnar og því augljóslega vakið athygli bæjarbúa, ekki síst uppvakningar í blóðugum hermannabúningum.

 

Fulltrúar Saga Film, sem er í samstarfi við framleiðendur myndarinar, heimsóttu leikskólann Brimver í gær og færðu skólanum fimm hjól að gjöf, en með gjöfinni vildu aðstandendur myndarinnar þakka fyrir góðar móttökur heimamanna á meðan á tökum hefur staðið.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 21. september 2013

 

...

 

 

Skriðdrekinn á leið frá Eyrarbakka eftir tökurnar.

 

Höfuðstöðvar kvikmyndatökufólksins hafa verið í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menningar-Stað.

 

 

Skráð af Menningar-Staður