Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.09.2013 06:55

Fyrsta sjónvarpsþulan ættuð frá Eyrarbakka

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Hákon Ólafsson.

 

 

Fyrsta sjónvarpsþulan ættuð frá Eyrarbakka

Sigríður R. Sigurðardóttir, fyrrv. yfirm. barnaefnis RÚV – 70 ára í gær 25. september 2013

 

Sigríður Ragna fæddist 25. september 1943 í Höfn á Selfossi og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1964, kennaraprófi frá KÍ 1965 og sótti fjölda kennslunámskeiða.

Sigríður Ragna var kennari við Álftamýrarskóla 1965-74 og við Melaskólann 1981-84, var önnur af tveimur fyrstu þulunum við Sjónvarpið 1966-72, vann við kynningar og gerð barnaefnis fyrir Sjónvarpið 1978-79 og var yfirmaður barnaefnis þar 1985-2011.

Sigríður Ragna sat í samnorrænni nefnd um barnamenningu á vegum norrænu ráðherranefndarinnar 1983-87, starfaði í Children and Youth Expert Group samstarfsnefnd evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og stóð fyrir framleiðslu fjölda íslenskra barnamynda sem margar hverjar hlutu verðskuldaða viðurkenningu á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Sigríður Ragna stóð fyrir kynningu á íslenskri ull og heimilisiðnaði, víðs vegar um Bandaríkin og Kanada, á vegum Rammagerðarinnar, Módelsamtakanna, Hótel Loftleiða, Hildu og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1976-84.

Sigríður Ragna sat í stjórn Foreldrafélags Melaskóla 1980-82, var formaður Barn og kultur, nefndar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sat í Skólasafnanefnd Reykjavíkurborgar 1982-86, í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla frá 1994 og formaður 2004-2012, í stjórn Miðskólans í Reykjavík 1992-96. formaður Þjóðhátíðarsjóðs 2002-2005, formaður nefndar um Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2006-2010, sat í Pisa nefnd Reykjavíkurborgar 2008-2010, í stjórn Neytendasamtakanna 2010-11, í stjórn Hverfisráðs Vesturbæjar 2006-2008 og var varaformaður Prýðifélagsins Skjaldar, hverfafélags Skerfirðinga, sunnan flugvallar.

Sigríður Ragna var varaformaður Hvatar um skeið, formaður Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi 1995-2000, sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins vegna framboðslista í borgarstjórnar- og alþingiskosningum, situr í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 2009. Hún sat í stjórn Alfa-deildar Delta-Kappa-Gamma, félags kvenna í mennta- og fræðslustörfum frá 1999, var formaður deildarinnar frá 2001-2005 og var forseti Delta-Kappa-Gamma á Íslandi 2011-2013.

Sigríður Ragna hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar: „Nær væri að spyrja hverju ég hef ekki áhuga á. Ég hef t.d. ekki áhuga á bílategundum og horfi nánast ekkert á sjónvarp.“

Fjölskylda

Sigríður Ragna giftist 8.2. 1969 Hákoni Ólafssyni, f. 21.9. 1941, verkfræðingi og fyrrv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Hann er sonur Ólafs Þorsteins Þorsteinssonar, yfirlæknis á Siglufirði, og k.h., Kristine, dóttur Haakons Glatved Prahl, verksmiðjueiganda í Alversund í Noregi.

Börn Sigríðar Rögnu og Hákonar eru Kristín Martha Hákonardóttir, f. 27.4. 1973, verkfræðingur C.Sc,, M.Sc. í hagnýtri stærðfræði og Ph.D í straumfræði og starfar hjá Verkís verkfræðistofu en maður hennar er Bjarni Páll Ingason, B.Sc. og M.Sc. í lífefnafræði, hjá Actavis. og er dóttir þeirra Ragnhildur Una, f. 4.12. 2012; Sigurður Óli Hákonarson, f. 2.10. 1975, B.Sc. í hagfræði, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, en kona hans er Sveinbjörg Jónsdóttir, félagsfræðinemi við HÍ, og eru börn þeirra Sigríður Ragna, f. 9.11. 1996, Jón Helgi, f. 23.2. 2000, Friðrika, 4.9. 2007, og Ólafur, 21.6. 2011; Hrefna Þorbjörg, f. 21.1. 1984, B.Sc. í sjúkraþjálfun í framhaldsnámi við The University of Melbourne í Ástralíu en maður hennar er Björn Björnsson, B.Sc. í tölvunarfræði, M.Sc. í vélaverkfræði og í MBA-námi við Melbourne Buisness School.

Systur Sigríðar Rögnu: Þorbjörg, f. 24.3. 1927, húsfreyja á Selfossi; Ragnheiður, f. 3.5. 1929, d. 22.7. 1929; Sigríður, f. 18.3. 1931, d. 24.7. 1932.

Foreldrar Sigríðar Rögnu voru Sigurður Óli Ólafsson, f. 7.10. 1896, d. 15.3. 1992, kaupmaður, fyrsti oddviti Selfosshrepps og alþm., og k.h., Kristín Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1904, d. 9.6. 1992, húsfreyja.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Morgunblaðið miðvikudagurinn 25. september 2013

 

Skráð af Menningar-Staður