Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.09.2013 13:19

Boð í verklokasamkvæmi 27. sept. 2013 - hagkvæmt tilraunahús, Eyrarbakka

 

Suðurhliðin að Túngötu 9 á Eyrarbakka

 

Boð í verklokasamkvæmi  27. sept. 2013 - hagkvæmt tilraunahús, Eyrarbakka

 

Ykkur er boðið á opnun hagkvæms tilraunahúss í dag, föstudaginn 27. september. Húsið sameinar ýmsar tækninýjungar og er byggt með vistvæn sjónarmið og  „algilda hönnun“ að leiðarljósi. Hér er um að ræða framfaraskref á sviði umhverfisvænnar og hagkvæmrar hönnunar og framkvæmda. 

 

Í húsinu reynir á ýmsar nýjungar, m.a. nýja tegund af undirstöðum, aðferðir við einangrun og óloftræst þak. Húsið er loftræst með svokölluðum loft-í-loft varmaskipti, þarfnast mjög lítils viðhalds og notar ekki nema um 1/3 af rafmagni venjulegs íbúðarhúss til lýsingar.

 

Byggingarþjónustan ehf stendur fyrir verkinu með styrk frá Íbúðalánasjóði og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem hefur annast mælingar á húsinu, auk þátttöku Mannvirkjastofnunar.

               

Opnunin fer fram í dag föstudaginn 27. september milli kl. 17 og 19 að Túngötu 9, Eyrarbakka og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Farið verður yfir tilurð verkefnisins og framkvæmd, möguleikar hússins kynntir og boðið upp á léttar veitingar.

 

f.h. Byggingarþjónustunnar ehf,

Gestur Ólafsson ath mynd kom ekki

Gestur Ólafsson, frkvstj.

Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofan ehf Garðastræti 17, 101 Rvk.

Iceland
sími/telephone: (354) 561-6577