Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.10.2013 06:27

Nýr ritstjóri hjá Dagskránni og dfs.is

Örn Guðnason

 

Nýr ritstjóri hjá Dagskránni og dfs.is

 

Örn Guðnason hefur tekið við starfi sem ritstjóri hjá Dagskránni og DFS.IS af Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni. 

Magnús Hlynur, sem hefur verið í 100% starfi hjá félaginu, hefur látið af störfum hjá Dagskránni og DFS.is og þakkar Prentmet honum fyrir farsælt samstarf í rúm 20 ár hjá Dagskránni.

Örn Guðnason tekur við starfinu fyrst um sinn sem ritstjóri Dagskráinnar og DFS. Hann vann hjá fyrirtækinu í sumar sem blaðamaður í afleysingum hjá Dagskránni og DFS.is og stóð sig mjög vel. Örn er menntaður viðskiptafræðingur og grafískur hönnuður og er með fjölbreytta og góða starfsreynslu úr viðskiptalífinu. Hann vann síðast sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss. 

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður