Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.11.2013 22:53

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu Brimveri leikkofa

 Kvenfélagið hefur í gegnum tíðina gefið leikskólanum á Eyrarbakka margar góðar gjafir.

 

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu Brimveri leikkofa

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka komu færandi hendi sl. föstudag og færðu Leikskólanum Brimveri leikkofa að gjöf sem settur hefur verið upp á lóð leikskólans.

Kvenfélagið hefur í gegnum tíðina gefið leikskólanum á Eyrarbakka margar góðar gjafir. Má þar nefna flest hljóðfæri sem leikskólinn státar af, en leikskólinn á orðið gott safn hljóðfæra. Einnig hefur kvenfélagið á hverju vori veitt stuðning til að útskriftarbörnin geti farið góða menningarferð til Reykjavíkur.

Leikskólinn Brimver á Kvennfélaginu á Eyrarbakka mikið að þakka og vildu stjórnendur leikskólans koma á framfæri þakklæti fyrir góðan stuðning. Nokkrar kvennfélagskonur komu og afhentu gjöfina 15. nóvember og var vel tekið á móti þeim. Börnin sungu og voru búin að búa til stórt þakklætiskort sem þeim var afhent.

Af www.dfs.is

 

Skráða f Menningar-Staður