Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.11.2013 22:21

Frá aðalfundi Lögreglustjórafélagsins

Frá fundi Lögreglustjórafélagsins. Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi talar.

 

Frá aðalfundi Lögreglustjórafélagsins

 

Aðalfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn föstudaginn 22. nóvember í Kópavogi. Ólafur Helgi Kjartansson ákvað að hætta sem formaður félagsins, en tók þess í stað að sér varaformennsku. Hann vonar að boðaðar skipulagsbreytingar muni efla lögregluna.

„Ég er hvorttveggja jafnréttissinnaður og þeirrar skoðuna að fólk eigi að skipta þessu með sér,“ segir hann, en Halla Bergþóra Björnsdóttir tók við keflinu af Ólafi Helga.

Hann segist bjartsýnn á stöðu lögreglunnar.

Ýmis mál voru rædd á fundinum, en þar var einnig kosin ný stjórn.

Nýja stjórn skipa Halla Bergþóra Björnsdóttir, Akranesi, formaður, Ólafur Helgi Kjartansson, Selfossi, varaformaður, sem ekki óskaði endurkjörs til formennsku, Bjarni Stefánsson, Blönduósi og Sauðárkróki, ritari, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Suðurnesjum, gjaldkeri og Kjartan Þorkelsson, Hvolsvelli, meðstjórnandi.

Úr stjórn gengu, Ólafur K. Ólafsson lögreglustjóri Snæfellinga og Björn Jósef Arnviðarson, Akureyri. Voru þeim þökkuð góð stjórnarstörf. Björn Jósef var sérstaklega kvaddur á þessum tímamótum, en hann mun láta af störfum lögreglustjóra í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um komandi áramót, en það er eitt hið stærsta á landinu og fjömennast utan suðvesturhluta Íslands. Vorum honum þökkuð farsæl störf í embætti og óskað velfarnaðar við starfslok.“

 

Lögreglustjórar á aðalfundinum á föstudaginn. Ljósm.: mbl.is

Af www.mbl.is

Skráð af Menningar-Staður