Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.12.2013 21:11

Jólafundur Kvenfélags Eyrarbakka í kvöld 11. desember 2013


Siggeir Ingólfsson staðarhaldari á Stað og Kristín Eiríksdóttir formaður Kvenfélags Eyrarbakka.

.


..og þakkarkoss Kvenfélags Eyrarbakka.

.

Jólafundur Kvenfélags Eyrarbakka í kvöld 11. desember 2013

Árlegur jólafundur Kvenfélags Eyrarbakka var haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. desember 2013 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Í upphafi fundar kom Siggeir Ingólfsson, staðrahaldari  á Stað, færandi hendi er hann afhenti Kvenfélagi Eyrarbakka stóra og veglega tertubakka sem hann smíðaði nýlega en kona hans, Regína Guðjónsdóttir , málaði með blómamyndum. Siggeir smíðaði einnig forláta kassa sem bakkarnir geymast í.

Kristín Eiríksadóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka, tók við gjöfinni og þakkaði Siggeiri og Regínu þennan góða hug til kvenfélagsins.

 

Kvenfélag Eyrarbakka varð 125 ára í apríl á þessu ári og er glæsilegur máttarstólpi með störfum sínum í Eyrarbakkasamfélaginu sem aldrei verður full-þakkað.Myndaalbúm frá fundinum er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255648/

Nokkrar myndir hér:


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður