Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.01.2014 06:19

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2014

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.

.

 

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2014

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2014.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 28.janúar nk. kl.18:15.

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.

 

 Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

 

Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri

.

 

Skráð af Menningar-Staður