Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.01.2014 06:19

Keflavíkurflugvöllur sá 10. stærsti á Norðurlöndunum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

 

Keflavíkurflugvöllur sá 10. stærsti á Norðurlöndunum

 

Alls fóru 2.751.743 farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2013 og er það 15,6% aukning frá árinu 2012. Það þýðir að völlurinn er sá tíundi stærsti á Norðurlöndunum í farþegum talið samkvæmt lista sem CheckIn.dk hefur tekið saman. Keflavíkurflugvöllur er sá eini á listanum sem er ekki með innanlandsflug. 

Kaupmannahafnarflugvöllur er sá stærsti með rúmlega 24 milljónir farþega og Oslóarflugvöllur fylgir fast á hæla hans í 2. sæti með næstum 23 milljónir farþega. Athygli vekur að af 20 stærstu flugvöllunum eru tíu þeirra í Noregi.

Að sögn Túristi.is fara um 400-500 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll á ári hverju og myndi tilfærsla á innanlandsflugi til Keflavíkur færa flugvöllinn upp um eitt sæti, eða í það níunda. 

Flugvöllur Fjöldi farþega 2013 Breyting frá 2012
1. Kaupmannahafnarflugvöllur 24.067.030 +3.1%
2. Oslóarflugvöllur 22.956.544 +4.0%
3. Arlanda í Stokkhólmi 20.681.554 +5.1%
4. Vantaa í Helsinki 15.279.043 +2.8%
5. Flesland í Bergen 6.213.960 +6.9%
6. Landvetter í Gautaborg 5.004.093 +3.1%
7. Sola í Stavanger 4.668.403 +5.8%
8. Værnes í Þrándheimi 4.311.328 +3.6%
9. Billund á Jótlandi 2.829.507 +3.5%
10. Keflavíkurflugvöllur 2.751.743 +15.6%
11. Bromma í Stokkhólmi 2.279.501 -0.6%
12. Skavsta við Stokkhólm 2.169.587 -6.4%
13. Malmö 2.127.586 +1.1%
14. Langnes í Tromsö 1.935.419 +2.5%
15. Rygge við Osló 1.890.889 +9.2%
16. Torp Sandefjord 1.856.300 +8.8%
17. Bodø í N-Noregi 1.669.191 -3.6%
18. Álaborg á Jótlandi 1.422.289 +8.7%
19. Luleå í N-Svíþjóð 1.106.638 +1.5%
20. Álasund V-Noregi 1.077.209 +7.6%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá frétt Túristi.is


Skráð af Menningar-Staður