Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.02.2014 06:08

Ævintýri hjá Mána II ÁR frá Eyrarbakka

 

Ævintýri hjá Mána II ÁR frá Eyrarbakka

 

Núna í febrúar þá hefur heldur betur fiskast vel á Mána II ÁR frá Eyrarbakka

 

400 kíló á bala

Einn róðurinn af þessum var ansi góður, því landað var úr Mána II ÁR 12,3 tonnum sem fengust á aðeins 30 bala.  það gerir yfir 400 kíló á bala sem er algert mok.   Máni kom með 37 tonn að landi í 3 róðrum.

 

Tveir menn eru á Mána II ÁR.  hásetinn Kjartan Helgasson og skipstjórinn Ragnar Emilsson. Hafa þeir verið að að veiðum suðaustur af Þorlákshöfn í um klukkutíma löngu stími frá Þorlákshöfn.  Línan hefur verið lögð á um 40 faðma dýpi og á linum botni.

 

Að sögn Hauks Jónssonar, útgerðarmanns Mána II, þá sá ekki á Mána II ÁR þegar hann kom til hafnar með þessi 12 tonn, enda er báturinn nokkuð stór og breiður og ber þetta mikin afla ansi vel.  

Þeir eru með smá verkun sjálfir og taka alla ýsa og hluta af þorskinum til sín og setja restina á markað.  

 

 

 Já heldur betur flottur árangur hjá Mána II ÁR sem er orðin 27 ára gamall bátur og er ekkert að gefa nýrri bátunum eftir.

 

Af:  http://www.aflafrettir.is/

Skráð af Menningar-Staður