Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.03.2014 14:58

Gunnar Thoroddsen á Eyrarbakkafundi

Gunnar Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen. 

 F. í Reykjavík 29. des. 1910, d. 25. sept. 1983.

 

Gunnar Thoroddsen á Eyrarbakkafundi

Stjórnmálafundir voru jafnan fjölmennir á Bakkanum og pólitískar kanónur úr Reykjavíkurbæ sóttu þá gjarnan.

Þannig fundur var haldinn 10. maí fyrir forgöngu Heimdallar og tókust þar á í ræðum, ungir íhaldsmenn, ungir jafnaðarmenn, ungliðar framsóknarmanna og kommunistar.

Var fundurinn fjölsóttur af Reykvíkingum svo að nauðsynlegt var að takmarka aðgang þeirra, því ella hefðu þeir einir fyllt öll 200 sætin í samkomuhúsinu.

Fundarstjóri var Lúðvík læknir Nordal. Íhaldsmenn komu á fimm bílum skreyttum íslenska fánanum og var á meðal þeirra maður einn síðar velþekktur, Gunnar Thoroddsen.Óðinn K. Andersen skrifar á sinni frábæru heimasíðu - Sú var tíðin 1931-
Sjá:
 www.brim.123.is


 Skráð af Menningar-Staður