Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.03.2014 09:25

Eyrarbakki - Fyrirheitna landið

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson.

 

Eyrarbakki - Fyrirheitna landið

 

Við Valgeir erum nú á leiðinni inn í „Leyndardóma Suðurlands“ með flutningi okkar í ættarreit föðurfjölskyldu minnar, Eyrarbakka.

Við höfum nú um dágott skeið fikrað okkur áfram með leiðir til að sinna gefandi verkefnum í þágu menningar og mennta .

Nú er lag því öll börnin eru komin yfir tvítugt og baða út vængjum sínum til að öðlast sjálfstætt líf.

Við mátum það sem svo að í nýju umhverfi sem er samt svo gamalt og fagurt með náttúruundur Suðurlands til allra átta bæði í víðri mynd og í nærmynd, að það væri staður til að vinna þau verk sem okkur fellur best að sinna.

 

Sjá hér url úr Fréttatímanum í gær með viðtali við okkur VG vegna þessa og heimsíðuna í mótun.

 

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir skrifar á Facebook

 

Smella á þessa slóð:
http://issuu.com/frettatiminn/docs/14_03_2014_lr/65?e=2398740%2F7088923
www.bakkastofa.is


Skráð af Menningar-Staður