Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.05.2014 12:16

Alpan hittingur að Stað

Mynd

Elías Ívarsson og Þorvaldur Ágústsson.

 

Alpan hittingur að Stað

 

Vinir alþýðunnar hittust að venju á forsal Félagsheimilisins að Stað á Eyrarbakka í morgun miðvikudaginn 28. maí 2014.

 

Sérstakur gestur morgunstundarinnar var Þorvaldur Ágústsson frá Brúnastöðum sem býr á Stokkseyri. Hann vann um árabil í Alpan á Eyrarbakka og var síðan lykilmaður er verksmiðjan var seld og flutt til Rúmeníu.

Pólitíkin á Árborg var sett til hliðar í morgun og voru rifjaðar upp  góðar stundir meðan Alpan var með starfsemi á Eyrarbakka.
Þorvaldur leiddi sögustundina með innskotum frá Elíasi Ívarssyni og Siggeiri Ingólfssyni sem einnig störfuðu í Alpanverksmiðjunni á Eyrarbakka.Ákveðið var að hafi fleiri sögustundur frá Alpan-árunum í fundum Vina alþýðunnar á Stað.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður