Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.06.2014 22:51

Kirkjuráð Hrútavina í Strandarkirkju á hvítasunnudegi

Kristján Runólfsson við Strandarkirkju í Selvogi.

Kristján Runólfsson og séra Baldur Kristjánsson.

 

Kirkjuráð Hrútavina í Strandarkirkju á hvítasunnudegi

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við hátíðarmessu í Strandarkirkju í Selvogi í dag, -hvítasunnudag- 8. júní 2014

Þetta voru þeir:
Kristján Runólfsson í Hveragerði
Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka
Guðmundur Jón Sigurðsson í Reykjavík

Séra Baldur Kristjánsson í Þorlákshöfn messaði – organisti var Jörg Söndermann á Eyrarbakka og Kirkjukór Þorlákskirkju í Þorlákshöfn söng.
 

Eftir messu bauð Sigurbjörg Eyjólfsdóttir,  í Þorkelsgerði á Selvogi,  Kirkjuráði Hrútavina í –hvannasúpu- sem þeir höfðu ekki bragðað áður og var súpan hin allra besta.

 

Kristján Runólfsson hefur ort um kirkjuferðina í Selvogskirkju í dag:

Ágæt stund í kirkju hefur upp mér löngum lyft,

og líka nú í Strandarkirkjumessu,

fylltist sálin rósemd og feikna andagift,

fæst hún varla meiri í lífi þessu.

 

Eftir messuna komum við til Sigurbjargar vinkonu okkar í Þorkelsgerði og þáðum þar hvannasúpu, aldeilis frábæra og heilsusamlega.

 

Í Selvogi við súpu þáðum,

sú var gerð af hvannarrót,

Góð fannst okkur Birni báðum,

og blíð sem fengum vinahót.

býðst þar öllum þreyttum, þjáðum,

Þorkelsgerðisheilsubót.

 

Á leið til Strandarkirkju í dag kom upp í hugann gömul hugleiðing um áheit, því sagt er að gott sé að heita á Strandarkirkju.

 

Áheit voru uppgötvuð,

af ágirnd klerka,

því ekki er hægt að ginna Guð,

til góðra verka.

Kristján Runólfsson.


Menningar-Staður færði kirkjuferðina í Selvogskirkju til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slíð:http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/262281/

 

Nokkrar myndir hér:

F.v.: Guðmundur Sæmundsson. Þórey Ström og Kristján Runólfsson.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Ásta Jónsdóttir og Jón H. Sigurmundsson.

.

Kristján Runólfsson og Sigurbjörg Eyjólfsdóttir.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður