Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.06.2014 06:05

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Húsið á Eyrarbakka

Bókin um Húsið

 

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Húsið á Eyrarbakka

Út er komin bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson, safnstjóra Byggðarsafns Árnesinga. Í bókinni er saga Hússins rakin á skemmtilegan og lifandi hátt enda er tvímælalaust um eitt merkilegasta safn landsins að ræða.

Eyrarbakki á sér merkilega sögu að baki en hér hafði danska verslunin svokallaða aðsetur allt fram á 20. öld. Bjuggu þá faktorarnir svokölluðu í Húsinu með fjölskyldu sinni og nutu þeir mikillar virðingar og vinsældar á Suðurlandi.

Því miður voru verslunarhúsin, sem stóðu við hafið, rifin á sjötta áratug seinustu aldar og er óhætt að segja að það sé eitt mesta menningarslys landsins í seinni tíð. En, Húsið stendur enn föstum grunni enda mikið prýði í þorpinu.

Bókin um Húsið fæst í safninu sem er opið frá 11-18 alla daga í sumar.

Lýður Pálsson að gefa Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Bakkastofu á Eyrarbakka  eintak af nýju bókinni.

Skráð af Menningar-Staður