Menningarkakó Hrútavina í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 1. júlí 2014
Nokkrir Hrútavinir komu saman í gær, þriðjudaginn 1. júlí 2014 , eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi til mannblöndunar og drekka Menningarkakó.
Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka og býr nú í Hveragerði, Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka og býr nú á Selfossi, Björn Ingi Bjarnason frá Ránargrund á Eyrarbakka, Pjetur Hafstein Lárusson í Hveragerði, Bjarni Harðarson sem bjó á Eyrarbakka en býr nú að Sólbakka á Selfossi og Ólafur Bragason frá Sólbakka í Kaupmannahöfn.
M.a var rætt:
Kirkjuþingskosningar í vor
sveitarstjórnarkosningar þann 31. maí 2014
úthlutun Menningarráðs Suðurlands
forsetakosningar á næsta sumri
Ljóðalestur hjá Pjetri Hafstein
Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu og var það Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, f.v. formaður Dýrfirðingafélagsins í Reykjavík og f.v. forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB-Granda
Fundargerð Kristjáns Runólfssonar í bundnu máli:
Margt var spjallað, mikið rætt,
mungáts dallar tæmdir,
góðir kallar gátu ei hætt,
gaspri, snjallir, ræmdir.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263210/
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is