Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.07.2014 12:05

Ingólfsfjall er fjall vikunnar

Ingólfsfjall séð frá Eyrarbakka-Flötum sunnudaginn 6. júlí 2014.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ingólfsfjall er fjall vikunnar

 

Fjall vikunnar í gönguverkefni HSK og Dagskrárinnar er Ingólfsfjall. Hægt er að ganga á Ingólfsfjall frá nokkrum stöðum, t.d. frá Alviðru, en þaðan er merkt um 2 klst. gönguleið á fjallið. Við upphaf göngu í Alviðru er upplýsingaskilti um leiðina á fjallið. Alviðra stendur undir Ingólfsfjalli við Sog, gengt Þrastarlundi í Grímsnesi. 

Einnig er hægt að hefja göngu á Ingólfsfjall að sunnanverðu, austan við Þórustaðanámu sem er við þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss eða þá að norðanverðu.

Ingólfsfjall í Ölfusi er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli og er 551 m yfir sjávarmáli. Fjallið er kennt við landnámsmanninni Ingólf Arnarson. Upp á fjallinu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Það er hömrum girt að mestu nema að norðanverðu, þar eru aflíðandi brekkur upp að fara. Að ofan er fjallið flatt. Það er um 5 km frá vestri til austurs en um 7 km frá norðri til suðurs.

Af Ingólfsfjalli blasir við meginhluti Grafningsins og Sogið allt frá Úlfljótsvatni að mótum Hvítár. Austan við Sogið er Grímsnesið og þar eru Seyðishólar, Tjarnhólar og Kerið sem eru fornar eldstöðvar og blasa við augum.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður