Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.07.2014 19:34

Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókafafinu á Selfossi 16. júlí 2014

F.v.: Bjarni Harðarson, Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason.

 

Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókafafinu á Selfossi 16. júlí 2014

 

Hafliðadagurinn var haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í dag miðvikudaginn 16. júlí 2014.

Það voru  Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri , og er 20 ára i ár,  er stóðu að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin.

 

Eftirtaldir stígu á stokk:

Skagfirðingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur

Bjarni Harðarson rithöfundur og bókaútgefandi á Selfossi

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi

 

Þá var –Bókalottó-  frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri  þar sem  Gerður Matthísadóttir frá Þingeyri dró út fjölda bókavinninga en hún hefur búið á Selfossi í nær 40 ár ásamt manni sínum Ólafi Bjarnasyni sem líka er frá Þingeyri..

 

Menningarkakó Hrútavinafélagsins var í boði Sunnlenska bókakaffisins.
Samkoman var fjölmenn og fór hið besta fram ens og  venju er til á Hafliðadögum.


 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komir hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263602/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.
Kristján Runólfsson skrifar:

Góður dagur að kveldi kominn, var á Hafliðadeginum á Selfossi ásamt með Birni Magnússyni kennara á Sauðárkróki. Var mér boðið að stíga þar á stokk og flytja gamanmál, las ég upp gamlan kveðskap og skens og skop frá þeim árum sem ég bjó á hinu skagfirska efnahagssvæði.

Um ljóðin mín ég lítið hirði,
lét þó fjúka kveðskapinn.
Gömlu skopi úr Skagafirði,
skenkti ég á mannskapinn.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður