Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.07.2014 12:53

Ráðning sveitarstjóra Flóahrepps

Eydís Þ. Indriðadóttir verðandi sveitarstjóri í Flóahreppi.

 

Ráðning sveitarstjóra Flóahrepps

 

Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri Flóahrepps frá og með 1. ágúst n.k. Hún hefur starfað undanfarin ár á sviði sveitarstjórnarmála sem oddviti Ásahrepps.

Eydís hefur setið í skipulagsnefndum, skólanefndum, verið formaður Mennta- og menningarnefndar Suðurlands og átt sæti í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga á Íslandi. Hún er menntaður kennari og er með M.Sc. gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Eydís er búsett í Laufási, Ásahreppi.

Af www.floahreppur.is

 

Skráð af Menningar-Staður