Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.07.2014 10:57

Hana stolið á Eyrarbakka

 Gullkambur, haninn, sem er saknað frá Eyrarbakka er hér á  höfði eiganda síns.

 

Hana stolið á Eyrarbakka

 

„Honum hefur verið stolið um helgina, líklega á föstudaginn. Hans er sárt saknað. Ég ætlaði ekki að trúa þvi´ að það væri búið að stela hananum þegar ég fór að vitja um hænurnar.

Það hefur ekki minkur drepið hann því það er allt í lagi með allar hænurnar og engar fjaðrir að sja´,“ segir Helga Sif Sveinbjarnardóttir, sem býr í Sóltúni á Eyrarbakka um hanann sinn Gullkamb, sem hefur verið stolið.

„Gullkambur er ekki bara fallegur heldur sérstaklega gæfur enda stendur hann stundum á höfðinu á me´r. Hann tók þátt í Landnámsdeginum á Skeiðunum fyrr í sumar og ó Blóm í Bæ í Hveragerði,“ bætir Helga Sif við.

Hún er í síma 848- 7703 ef einhver veit um Gullkamb eða afdrif hans.

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður