Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.07.2014 06:08

Markaskorarinn mikli á Eyrarbakka

 

Jóhanna Elín Halldórsdóttir með boltann.
Ljósm.: Guðmundur Karl Sigurdórsson og Halldór Páll Kjartansson.

 

 

 

Markaskorarinn mikli á Eyrarbakka

 

Um seinustu helgi fór fram 30. Símamót Breiðabliks í Kópavogi en mótið er fyrir stúlkur í 5. til 7. flokki.

 Er þetta langstærsta og elsta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stúlkur á Íslandi.

Selfoss átti tíu lið á mótinu og hún leyndi sér ekki gleðin hjá rúmlega 70 þátttakendum Selfoss auk þjálfara og fjölda foreldra.

 

Jóhanna Elín Halldórsdóttir á Eyrarbakka er í einu af Selfossliðunum í 7. flokki og skoraði hún samtals 20 mörk á mótinu.

 

Leikirnir og mörg Jóhönnu Elínar Halldórsdóttur:

Selfoss-Haukar 5-3 -  (Jóhanna Elín 3)

Víkingur-Selfoss 4-1  - (Jóhanna Elín 1)

FH-Selfoss 3-2  - (Jóhanna  Elín 2)

Selfoss-Stjarnan 7-3 -  (Jóhanna  Elín 6)

Fram-Selfoss 2-1  -  (Jóhanna  Elín 1)

ÍR/Leiknir-Selfoss 3-1 -  (Jóhanna  Elín 1)

Selfoss-Breiðablik 1-1

Selfoss-Víkingur 6-4  - (Jóhanna Elín 6)

 

 

Fögnuður. 
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður