Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.08.2014 06:42

Skipstjóraspjall í Alþýðuhúsinu

 

 

F.v.: Skipstjórarnir Ragnar Emilsson og Siggeir Ingólfsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skipstjóraspjall í Alþýðuhúsinu

 

Í gærmorgun, sunnudaginn 3. ágúst 2014, var tekið létt skipsjóraspjall í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka.
Þetta voru þeir Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána  II ÁR 7 frá Eyrarbakka og Siggeir Ingólfsson, skipstjóri á Sölva ÁR 150 frá Eyrarbakka.

Skipafréttir eru m.a. þessar:

Máni II er fjórði aflahæsti bátur landsins á makrílveiðum og er búinn að fá 70 tonn  sem öll hafa verið unnin í Krossfiski á Stokkseyri. Heildarafli Mána á makrílvertíðinni í fyrra var 75 tonn en nú eru tveir mánuðir eftir þannig að vertíðin í ár verður mun betri.
Tveir eru í áhöfn Mána; Ragnar Emilsson og Kjartan Þór Helgason.

Í fyrradag fór Siggeir Ingólfsson á Sölva  í rannsóknarferða á sölvaslóð í Eyrarbakkaskerjum og var leiðangursstjóri skerjalóðsinn Jóhann  Gíslason í Kirkjuhúsi og einnig var með í skerjaförinni Jón Gunnar Gíslason.
Sölvafang á Sölva mun hefjast á næstu stórstraumsfjörum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.