Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.08.2014 05:59

Nýtt skólaár að byrja í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka.
Ljósm.: Óðinn Andersen.


Nýtt skólaár að byrja

í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Nú eru stjórnendur og ritarar skólans komnir til starfa í skólanum ásamt starfsmönnum skólavistarinnar. Skólavistin opnaði þann 6. ágúst og er opin frá kl. 08.00 – 17.00 virka daga fram að skólabyrjun.

Skólasetning er föstudaginn 22. ágúst 2014 

Nemendur og forráðamenn 1. – 6. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 09.00 og nemendur og forráðmenn 7. – 10. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 11.00

Ferðir verða frá Eyrarbakka kl. 8.45  fyrir þá sem þess þurfa vegna skólasetningar á Stokkseyri og frá Stokkseyri 10.45 vegna skólasetningar á Eyrarbakka.

 

Með kveðju

Starfsmenn BES

Af www.barnaskolinn.is

 Barnaskólinn á Stokkseyri.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason


Skráð af Menningar-Staður