Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.09.2014 19:19

Karlakór Selfoss að hefja vetrarstarfið

 

 

 

Karlakór Selfoss að hefja vetrarstarfið

 

Vetrarstarf Karlakórs Selfoss hefst formlega mánudagskvöldið 29. september nk. kl. 20:00. Þá verður fyrsta æfing haldin í sal Karlakórsins að Eyravegi 67.

Komandi starfsár verður viðamikið því Karlakór Selfoss mun fagna 50 ára afmæli í mars 2015. Á þessari fyrstu æfingu vetrarins verður söngskrá afmælisársins kynnt, en lagavalsnefnd kórsins hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá, þar sem mörg af stórverkum íslenskrar karlakóratónlistar verða tekin til flutnings, í bland við léttara efni.

Karlakórinn hefur starfað af miklum þrótti mörg undanfarin ár og rúmlega 70 söngmenn hafa stundað æfingar. Á hverju starfsári kemur kórinn víða fram, viðamestir eru vortónleikarnir ár hvert og jólatónleikar á aðventu, og mjög færist í vöxt að kórinn sé pantaður á hvers kyns mannamót, afmæli og við jarðafarasöng. Fastur æfingatími er á mánudagskvöldum kl. 20:00 til 22:30 og æft er í sal kórsins að Eyravegi 67.

Nýliðar eru að sjálfsögðu velkomnir og verður vel tekið á móti þeim. Þeir sem hyggjast ganga til liðs við kórinn eru beðnir að mæta klukkustund fyrr á mánudagskvöldið, eða kl. 19:00, en þá fara fram raddprufur, þ.e. hvort menn eru tenórar eða bassar. 

Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson og undirleik annast Jón Bjarnason. Formaður kórsins er Gísli Á. Jónsson.

Af www.dfs.is  - VBr.

Skráð af Menningar-Staður