![]() |
||
. F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson. .
|
Metdagur í sölvatekju var í dag -12. október 2014
Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson héldu í dag vestarlega á Bakkasker við Eyrarbakka til sölvatekju.
Notuðu þeir fjórhjól að þessu sinni til þess að ferja í land og var árangurinn mjög góður.
Dagurinn varð besti dagur þessarar vertíðar með rúm 120 kílóum upp ú sjó.
Strax var haldið á Sölvabakka sem er vestasta bilið í Hótel Bakka. Þurrkuð söl frá fyrri tekju pökkuð og söl dagsins færð á grindur til þurrkunar.
Næstu daga eru aðstæður við Bakkasker til sölvatekju ágætar.
![]() |
||||
.
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is