Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.11.2014 20:17

SFR er 75 ára í dag - 17. nóvember 2014

 

Starfsmenn á Litla-Hrauni eru í SFR og er það félag því fjölmennasta stéttarfélag
starfsmanna vegna starfsemi sem fram fer á Eyrarbakka.

 

SFR er 75 ára í dag - 17. nóvember 2014

 

SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, 17. nóvember 2014.

Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík 17. nóvember árið 1939.

Stofnendur voru 142 og störfuðu á rúmlega 20 ríkisstofnunum í bænum.

Fyrsti formaður var kjörinn Guðjón B. Baldvinsson, starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, en hann var á meðal helstu hvatamanna að stofnun félagsins.

 

Þeir sem vilja fræðast nánar um sögu SFR er bent á að smella á þennan tengil  hér.
 

 

Skráð af Menningar-Staður.