Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.11.2014 07:10

HAUSTFUNDIR Í SAUÐFJÁRRÆKT 2014

 

 

Frægastur Sunnlendinga er forystusauðurinn og fyrrum hrúturinn Gorbi frá Brúnastöðum.
Hér bera bræðurnir frá Brúnastöðum, þeir Tyggvi og Guðni Ágústssynir, Gorba inn á

Forystufjársettrið að Svalbarði í Þistilfirði þann 4. október s.l.

 

 

HAUSTFUNDIR Í SAUÐFJÁRRÆKT 2014

Nú fer að styttast í árlega haustfundi sauðfjárræktarinnar árið 2014, en þeir verða haldnir á fjórum stöðum í þessari viku.

Byrjað verður á Kirkjubæjarklaustri á Icelandair hótelinu fimmtudaginn 20. nóvember. kl. 13.00. Um kvöldið verður svo fundur á Hótel Smyrlabjörgum kl.20.00.  Föstudaginn 21.nóvember verður svo byrjað í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 14.00 og að lokum verður fundur kl. 20.00 í Þingborg.

Fanney Ólöf Lárusdóttir fer yfir hauststörfin. Sveinn Sigurmundsson fjallar um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands og hrútakostinn. Páll Stefánsson dýralæknir fjallar um fanghlutfall, frjósemi og lungnasjúkdóma í sauðfé.  Endað verður á verðlaunaveitingum hrúta eftir kaffihlé. Verðlaun fyrir lambhrúta eru gefin af Fóðurblöndunni og Blup-verðlaun eru gefin af Jötunn vélum ehf.

Kaffiveitingar í boði Sláturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands

Nýútgefinni HRÚTASKRÁ verður dreift á fundunum

Sauðfjárræktarfólk hvatt til að mæta.

Síðasti fundurinn verður í Þingborg í Flóahreppi föstudaginn 21. nóv. kl. 20:00

Af www.bssl.is

Skráð af Menningar-Staður.