Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.12.2014 16:29

Fokfréttir á Bakkanum

 

.

Hjallastefnan við Stað fauk til hálfs. Siggeir Ingólfsson setti upp húfu því hatturinn fauk.

.

 

 

Fokfréttir á Bakkanum

 

Bakkamenn eru nokkuð sammála um að óveðrið  sem lék um Eyrarbakka nú  eftir helgina væri mun verra en  óveðrið sem var hér á dögunum.

Merki þessa er m.a. að Hjallastefnan við Félagsheimilið Stað fauk um koll að hálfu en hafði nokkuð verið styrkt frá því sem var.

Þá tapaði Siggeir Ingólfsson hatti sínum er hann kom út úr Ásheimum og virtist hatturinn taka flugið til hafs.

Við leit í dag fannst hatturinn síðan við Beitingaskúrinn við sjóvarnargarðinn og hafði skorðast á einhvern hátt við –glóðarhausinn- sem þar stendur.


 

.

Siggeir Ingólfsson og hið ótrúlega að finna hattinn aftur eftir fokið.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður