Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.12.2014 06:39

Jólamarkaður í Orgelsmiðjunni við bryggjuna á Stokkseyri

 

 

Jólamarkaður í Orgelsmiðjunni við bryggjuna á Stokkseyri

 

Um síðustu helgi var opnaður jólamarkaður í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri. Markaðurinn tókst ljómandi vel og verður hann opinn aftur um komandi helgi þ.e. laugardaginn 13. desember og sunnudaginn 14. desember 2014.

Góð jólastemning var og kunnu gestir vel að meta það sem á boðstólum var. Unglingakór Selfosskirkju kom í heimsókn og söng nokkur lög.
 

Um þessa helgi verður boðið upp á jólatónlist í flutningi ýmissa tónlistarmanna báðar daga kl. 15:00. Stefnt er að notalegri stemmningu. Vöruúrvalið verður vandað handverk úr verkstæði Orgelsmiðjunnar, vörur úr nágrenninu, frá Þýskalandi, Pakistan og að hluta til með áherslu á tónlist.


.

.

.

Skráð af Menningar-Staður