Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.01.2015 07:13

Hrútavinavísa Guðmundar Stefánssonar í Hraungerði

 

Hrútavinirnir - Blævarvinirnir

F.v.: Þórður Guðmundsson, Stokkseyri, Rúnar Eiríksson, Eyrarbakka, Kristján Runólfsson, Hveragerði og Siggeir Ingólfsson, Eyrarbakka.

 

Hrútavinavísa Guðmundar Stefánssonar í Hraungerði

 

Eftir fund Menningaráðs Hrútavina þann 8. janúar 2015, í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi, sendi Guðmundur Stefánsson í Hraungerði, -  til Hrútavinua þessa vísu

Farin burtu fengitíð,

að Fossi margir skunda.

Blævarvinir bragasmíð

á bókakaffi stunda.

 

PS. Blær (ft. blævar) þýðir hrútur á fornu máli (sbr. blæsma).

Afi minn á Eyrarbakka talaði um að fara upp að Fossi, þegar hann ætlaði að fara upp að Selfóssi.

(Hér var líka talað um að fara út að Ölfusá eða út að Skála (Tryggvaskála))

 

Hrútavinurinn - Blævarvinurinn - Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.
 

Skráð af Menningar-Staður