Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.12.2015 15:57

Embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni og Sogni laust til umsóknar

 

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

Embætti forstöðumanns fangelsisins

á Litla-Hrauni og Sogni laust til umsóknar

 

Forstöðumaður

 

Fangelsismálastofnun auglýsir embætti forstöðumanns fangelsisins á Litla-Hrauni og Sogni laust til umsóknar. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 15. janúar 2016 til fimm ára, sbr. 5. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fangelsi ríkisins eru starfrækt á grundvelli laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og reglugerðar nr. 961/2005.

Helstu verkefni og ábyrgð

Forstöðumaður fangelsis ber ábyrgð á að fangelsin, sem hann stýrir, starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé innan þess fjárhagsramma sem ákveðinn er í samráði við fangelsismálastofnun og að fjármunir séu nýttir á eins árangursríkan hátt og kostur er. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri fangelsanna og gefur fyrirmæli þar að lútandi í samræmi við lög og reglugerðir. Þá ber hann ábyrgð á starfsmannahaldi, skipulagi öryggis og þjónustu í fangelsunum. Forstöðumaður sér til þess að starfsmenn fangelsanna ræki störf sín af alúð og samviskusemi, þannig að föngum sé tryggð örugg og skipuleg fangavist, að mannlegrar virðingar sé gætt og að fangar fái þá þjónustu og aðhlynningu sem þeim ber. Forstöðumaður hefur, samkvæmt ákvæðum laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005, ákvörðunarvald um ýmis atriði er varða réttindi og skyldur fanga. Nánari upplýsingar um starfsemi fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni má finna á www.fangelsi.is

Hæfnikröfur

- Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
- Góður skilningur á rekstri og rekstrarumhverfi opinberra stofnana
- Æskilegt að viðkomandi sé með háskólapróf sem nýtist í starfi
- Leiðtogahæfileikar mikill kostur ásamt þekkingu á sviði stjórnunar og stefnumótunar
- Þekking og reynsla af störfum innan fullnustukerfisins, fangelsismálum og öryggismálum í fangelsum mikill kostur
- Viðkomandi þarf að búa yfir góðri hæfni að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli
- Reynsla af störfum innan fangelsiskerfisins s.s. fangavarsla eða annarskonar starf í kerfinu er kostur
- Góðir skipulagshæfileikar og nákvæmni í störfum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmaður er með starfsstöð á Litla-Hrauni og sinnir jafnframt reglubundnum heimsóknum í fangelsið að Sogni. 

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um, eftir því sem við á: 1) menntun 2) reynslu af störfum innan fullnustu- og refsivörslukerfisins 3) reynslu af stjórnsýslustörfum 4) reynslu af stjórnun og rekstri stofnana eða fyrirtækja, þ.m.t. starfsmannahaldi, áætlanagerð og verkefnastjórnun 5) upplýsingar sem snúa að andlegu atgervi, mannlegum samskiptum og sjálfstæði í störfum 6) upplýsingar um þrjá núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda.

Fylla skal út umsókn á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is eða á Starfatorgi

Stofnunin áskilur sér rétt til þess að leita eftir sakavottorði.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir að sækja um.

 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2015

Nánari upplýsingar veitir

Páll Egill Winkel- pw@fangelsi.is - 520 5000
Jakob Magnússon- jakob.magnusson@fangelsi.is - 520 5000


FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes

 


 

Skráð af Menningar-Staður