Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.04.2016 07:07

9. apríl 2016 - Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 67 ára

 

Guðni Ágústsson.

 

9. apríl 2016 - Guðni Ágústsson,

heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 67 ára

 

Æviágrip

 

Fæddur á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949. Foreldrar: Ágúst Þorvaldsson (fæddur 1. ágúst 1907, dáinn 12. nóvember 1986) alþingismaður og bóndi, móðurbróðir Guðjóns Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingveldur Ástgeirsdóttir (fædd 15. mars 1920, dáin 6. ágúst 1989) húsmóðir. Maki (2. júní 1973): Margrét Hauksdóttir (fædd 3. apríl 1955) leiðbeinandi. Foreldrar: Haukur Gíslason og kona hans Sigurbjörg Geirsdóttir. Dætur: Brynja (1973), Agnes (1976), Sigurbjörg (1984).

Búfræðipróf Hvanneyri 1968.

Mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1976–1987. Skipaður 28. maí 1999 landbúnaðarráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 landbúnaðarráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.

Formaður Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi 1969–1974. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972–1975. Formaður kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi 1979–1986. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1980–1982. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982–1986. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1990–1998, formaður 1990–1993. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990–1997, formaður 1990–1993. Formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins 1998–1999. Í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi 1990–1994. Í Þingvallanefnd 1995–2008. Varaformaður Framsóknarflokksins 2001–2007, formaður hans 2007–2008.

Alþingismaður Suðurlands 1987–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2008 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1986.

Landbúnaðarráðherra 1999–2007.

2. varaforseti sameinaðs þings 1989–1990. 3. varaforseti Alþingis 1995–1999.

Samgöngunefnd 1991–1995 og 2007–2008, landbúnaðarnefnd 1991–1999 (formaður 1995–1999), heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1996, iðnaðarnefnd 2007–2008.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2008.

Heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi frá stofnun þess árið 1999.


Hrútavinir með forystusauðinn Gorba að Svalbarði í Þistilfirði haustið 2014.

 

Í Reykjaréttum 1993.
Ljósm.: Jón Eiríksson í Vorsabæ/ Þjóðólfur


Skráð af Menningar-Staður