Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.05.2016 11:51

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum

 


Leikskólinn Breimver á Eyrarbakka.

 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum

 

Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjórum fyrir:

 •  
 • Leikskólann Álfheima
 • Leikskólann Brimver/Æskukot
 •  

Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum stjórnendum með leikskólakennararéttindi og stjórnunarreynslu. Í sveitarfélaginu búa rúmlega 8 þúsund manns, lögð er áhersla á eflingu skólastarfs, snemmtæka íhlutun, gott samstarf skóla, skólastiga, foreldra og helstu fagaðila sem koma að málefnum barnanna.

 

Meginverkefni:

 • Veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
 • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans
 • Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af skólastefnu sveitarfélagsins og aðalnámskrá leikskóla

 

Menntun og færnikröfur:

 • Leikskólakennararéttindi áskilin
 • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og hæfni í starfi með börnum
 • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

 

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918 og Áhugasamir geta sent umsóknir á skolathjonusta@arborg.is eða í pósti merktum fræðslusviði Árborgar v/leikskólastjóra, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 6. júní 2016. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.


Af www.arborg.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður