Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.07.2016 17:10

Harmóníur orgels í Strandarkirkju

 

.
Strandarkirkja í Selvogi.

Sálmar og sönglög - Það verða m.a. fluttir sálmar og Maríubænir eftir Bach og Pál Ísólfsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

 

Harmóníur orgels í Strandarkirkju 

 

Söngvararnir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og Ágúst Ólafsson barítón koma fram á lokatónleikum í tónleikaröðinni Englar og menn á morgun, sunnudaginn 31. júlí 2016 - í Strandarkirkju í Selvogi, en með þeim leikur Jón Bjarnason á orgel.

Yfirskrift tónleikanna er  -Stóðum tvö í túni-  og koma þrímenningarnir til með að flytja dagskrá sem hæfir vel gömlu íslensku sveitakirkjunni og harmóníum orgelsins eins og segir í tilkynningu.

Flutt verða trúarleg lög, meðal annars sálmar og Maríubænir eftir Bach og Pál Ísólfsson ásamt íslenskum og erlendum þjóðlögum og sönglagaperlum.

 

Heimamenn hafa stutt vel við hátíðina með veitingasölu, sem mörgum þykir yndælt að nýta sér eftir stundina í kirkjunni. Aðrir taka með sér teppi og nesti og finna sér laut í fallegri náttúrunni og njöta fegurðar strandarinnar og Selvogsins, þar sem helgi og dulmögnun staðarins svífur yfir.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði Suðurlands, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd.

 

Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2.000. Ekki er tekið við greiðslukortum.


Tónleikarnir á morgun, 31. júlí 2016, hefjast klukkan 14.

 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður