Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.10.2016 16:31

Fjörustígur vígður í morgun

 

 

Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, var meðal þeirra sem ávörpuðu samkomuna.

Ljósmynd/Árborg

 

Fjörustígur vígður í morgun

 

Fjörustígur, göngu- og hjólastígur, milli Stokkseyrar og Eyrarbakka var vígður í morgun, fimmtudaginn 27. október 2016, auk þess sem afhjúpað var skilti með nafni stígsins.

Það voru vaskir nemendur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt áhugasömum íbúum sem gengu frá sitt hvorum enda stígsins og að miðju hans.

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar og Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES ávörpuðu hópinn áður en elsti og yngsti nemandi skólans afhjúpuðu nafnið á stígnum. Yngsti nemandi skólans er Kristrún Birta Guðmundsdóttir en sá elsti heitir Smyrill Valsson og leystu þau verkefnið vel af hendi. 

Stígurinn sem ætlaður er gangandi og hjólandi umferð er mikil bót á samgöngum milli þorpanna ásamt því að vera góður útivistarkostur en staðsetning hans er góð og hægt að njóta náttúrunnar og góðs útsýnis.

Auglýst var eftir nafni á stíginn í hugmyndasamkeppni. Alls bárust 75 tillögur en fimm lögðu til nafnið Fjörustígur. Það eru þau Ingibjörg Eiríksdóttir, Jónína Óskarsdóttir, Árni Erlingsson, Hafdís Sigurjónsdóttir og Svala Norddahl.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður