![]() |
||||
.
|
Húsið á Eyrarbakka opið
laugardaginn 3. des. 2016
Safnið verður einnig opið þrjá næstu sunnudaga.
Verið velkomin og aðgangur ókeypis
Jólin á Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka hefjast í dag 3. desember með opnun jólasýningar, skáldastund og músastigagerð.
Í Húsinu verður heitt á könnunni allan laugardaginn frá kl. 13.00 og enginn aðgangseyrir.
Rithöfundar verða í stássstofu Hússins kl. 16.00–18.00 og lesa úr nýjum verkum sínum. Þetta árið verða það Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn sem heimsækja okkur.
Jólasýning safnsins í borðstofunni opnar sama dag og á sýningunni þetta árið má sjá skauta og sleða í eigu safnsins í sambland við jólatré gömul og ný. Skautaiðkun var hluti af vetramenningunni hér áður fyrr þegar næstan hvert einasta barn á Eyrarbakka og nágrenni renndi sér á skautum. Ungir sem gamlir fóru yfir frosin vötn, dælur og skurðir og hægt var skauta æði langt.
Þennan sama dag verður Kirkjubær einnig opinn og upplagt tækifæri til að sjá sýninguna sem opnaði þar í sumar. Milli kl. 13.00 og 15.00 geta gestir spreytt sig við músastigagerð í Kirkjubæ. Þetta fallega alþýðuhús verður síðan fyllt með músastigum.
Ávallt er hægt að panta séropnun fyrir hópa á safnið.
En sú nýjung verður þetta árið að aukaopnun verður á jólasýninguna þrjá sunnudaga í desember 4., 11., og 18. kl. 13.00–17.00.
Kirkjubæ verður opinn á sama tíma.
Verið velkomin.
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is